30 júní 2025

Innköllun á Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original

Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025.

 

Mistök hafa verið í framleiðsluferli þessara tilteknu vara. Olíuefni sem ekki eiga heima i vörunum hafi blandast þeim á framleiðslustigi. Eðlileg neysla varanna sé fullkomnlega örugg, en sé þeirra er neytt í miklu magni um langan tíma geti það mögulega verið heilsuskaðandi. Því er varað við neyslu á umræddum vörum.

 

Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skilað vörum sem innköllunin tekur til í þá verslun þar sem varan var keypt gegn endurgreiðslu. Við hörmum þau óþægindi sem innköllunin kann að valda.

 

Vörumerki: Lay´s Nacho Cheese, Lay´s Bugles Original

 

Vörunúmer: 83104 & 83204

 

PD 19.05.2021.05.2025 & 22.05.2025

 

BF 22.11.2025

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir
Vefspjall